Angelo Ogbonna var í byrjunarliði West Ham gegn Anderlecht í kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið í 10 mánuði.
Hann er að koma til baka úr meiðslum en hann varð að fara af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik vegna meiðsla, það er óljóst hver meiðslin eru en West Ham klárlega ekki til í að taka áhættu með þennan 34 ára gamla varnarmann.
Moyes ræddi um mikilvægi þess að fá leikmanninn til baka fyrir leikinn.
„Þegar við misstum Ogbonna vorum við í 2-3 sæti í deildinni, við vorum í okkar besta formi þá. Þegar hann datt út fór að halla undan fæti. Það er erfitt að koma til baka eftir svona meiðsli, sérstakelga fyrir 34 ára gamlan leikmann. Honum líður vel og ég er viss um að hann sé klár í slaginn," sagði Moyes.
Staðan í leik West Ham og Anderlecht er 2-0 fyrir West Ham en Said Benrahma og Jarrod Bowen skoruðu mörkin.