Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   fim 13. október 2022 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur og Víkingur sendu Blikum blóm og góðar kveðjur
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik tryggði sér á dögunum sinn annan Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla.

Blikarnir eru óumdeilanlega besta lið landsins þetta árið, en þeir hafa leitt Bestu deildina frá fyrstu umferð.

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar töpuðu gegn Stjörnunni í vikunni. „Hún er bara mjög öflug og góð þessi tilfinning þegar þú kemst yfir línuna og verður Íslandsmeistari," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net á þriðjudag.

Það er alltaf fallegt að sjá þegar félög sýna hvor öðru virðingu í leik og keppni, en það hafa Víkingar og Valur svo sannarlega gert að Blikar tryggðu sér titilinn.

Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, sýnir frá því á Twitter að Víkingar og Valur, liðin sem teljast meðal helstu samkeppnisaðila Blika, gáfu Kópavogsfélaginu blóm og fallegar kveðjur í tilefni af titlinum sem þeir tóku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner