Breiðablik tryggði sér á dögunum sinn annan Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla.
Blikarnir eru óumdeilanlega besta lið landsins þetta árið, en þeir hafa leitt Bestu deildina frá fyrstu umferð.
Blikarnir eru óumdeilanlega besta lið landsins þetta árið, en þeir hafa leitt Bestu deildina frá fyrstu umferð.
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar töpuðu gegn Stjörnunni í vikunni. „Hún er bara mjög öflug og góð þessi tilfinning þegar þú kemst yfir línuna og verður Íslandsmeistari," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net á þriðjudag.
Það er alltaf fallegt að sjá þegar félög sýna hvor öðru virðingu í leik og keppni, en það hafa Víkingar og Valur svo sannarlega gert að Blikar tryggðu sér titilinn.
Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, sýnir frá því á Twitter að Víkingar og Valur, liðin sem teljast meðal helstu samkeppnisaðila Blika, gáfu Kópavogsfélaginu blóm og fallegar kveðjur í tilefni af titlinum sem þeir tóku.
Mad respect🤝🏼🙌🏼 @vikingurfc & @Valurfotbolti pic.twitter.com/qLZT0RDDkR
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) October 12, 2022
Athugasemdir