Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 13. desember 2021 20:26
Victor Pálsson
Grindavík ætlar á gervigras 2023
Frá vellinum í Grindavík.
Frá vellinum í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík stefnir á það að spila á gervigras velli árið 2023 - þetta kom fram í útvarpsþættinum á Fótbolta.net á X977 um helgina.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að ÍBV stefndi að því að spila á gervigrasi 2023 en liðið er nýbúið að tryggja sér sæti í efstu deild.

Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélagsins ÍBV, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að það væri stefna félagsins.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir málin í útvarpsþættinum um helgina þar sem Grindavík kom fram og þeirra plön fyrir framtíðina.

„Hérna var að berast bréf útaf gervigras umræðunni. Grindavík vonast líka til að setja gervigras 2023. Annar frábær völlur sem er þá að fjúka," sagði Elvar Geir.

„Menn henda ekki upp gervigrasi án þess að henda upp flóðljósum líka," svaraði Elvar svo er Tómas spurði út í hvort flóðljós væru einnig í kortunum.

Fleiri lið hér heima eru að skipta yfir á gervigras en KR gæti verið að gera slíkt hið sama þó að sú ákvörðun sé ekki tekin að svo stöddu.

KR-ingar stefna á að kveðja heimavöll sinn í núverandi mynd eftir tímabilið en mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu tveimur árum.
Útvarpsþátturinn - Freysi, Eyjar og Emil Páls
Athugasemdir
banner