Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki virðist hafa sloppið við brot - Bjartsýnn á að ná leiknum mikilvæga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, sagði í viðtali eftir leikinn gegn FH á mánudag að héldi að Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, hefði handleggsbrotnað. Bjarki fór af velli í hálfleik vegna meiðslanna.

Framundan hjá Leikni er leikur gegn ÍA á morgun. Bæði lið eru í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

„Ég fer til læknis á eftir og tökum stöðuna með framhaldið. Ég virðist hafa sloppið við brot, það er einhver áverki á beini og vonandi fæ ég 'go' á eftir. Það kemur í ljós þegar ég hitti lækninn í dag," sagði Bjarki við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef tekið þátt í öllum æfingum án 'contact'. Ég hef æft en kannski ekki hefðbundið. Fyrstu dagana var ég á verkjalyfjum en er strax betri núna."

Hvað er það sem gerist í leiknum?

„Ég átti tæklingu og Davíð Snær stígur á hendina á mér, algjört óhapp."

„Ef að læknirinn gefur leyfi á eftir þá vonandi næ ég leiknum á morgun, verð einhvern veginn vafinn eða eitthvað svoleiðis. Ég er bjartsýnn, vonandi verð ég klár á morgun!"

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner