Roberto De Zerbi stjóri Brighton og Thomas Frank stjóri Brentford lentu í smá riflildi í leik liðanna í kvöld sem endaði með því að dómarinn gaf þeim báðum áminningu.
Atvikið átti sér stað þegar Frank hafði afskipti af Joel Veltman varnarmanni Brighton þegar boltinn fór útaf, De Zerbi var ekki hrifinn af því.
„Ég kann ekki við það þegar þjálfarinn snertir minn leikmann eða þegar hinn þjálfarinn talar við leikmenn úr hinu liðinu, en þetta er ekkert vandamál," sagði De Zerbi eftir leikinn.
De Zerbi á enn eftir að næla í sigur sem stjóri Brighton en liðið tapaði 2-0 í kvöld sem þýðir að hann er aðeins búinn að næla í 1 stig úr þremur leikjum.
Athugasemdir