Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   fös 14. október 2022 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eitthvað að ef Martinelli og Jesus fara ekki á HM
Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli
Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli
Mynd: EPA

Brasilíumennirnir Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus leikmenn Arsenal voru ekki í síðasta landsliðsverkefni þegar Brasilía mætti Gana og Túnis í æfingaleikjum.


Það kom mörgum á óvart en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel með Arsenal á tímabilinu.

Það fer að styttast í HM en Gummi og Sæbjörn Steinke ræddu mál brasilíska landsliðsins í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn.

„Ég veit ekki hvað er í gangi hjá brasilíska landsliðinu ef þeir taka ekki Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus með sér á HM," sagði Gummi.

„Ég held að þeir séu ekki að fara fyrst þeir voru ekki með síðast," sagði Sæbjörn.

Richarlison, Lucas Paqueta, Neymar, Antony, Raphinha, Vinícius Júnior, Matheus Cunha, Roberto Firmino, Pedro og Rodrygo voru í hópnum í síðasta verkefni en Gummi og Sæbjörn myndu vilja sjá Martinelli og Jesus fyrir Rodrygo og Lucas Paqueta.


Enski boltinn - Víður völlur og sameiginlegt byrjunarlið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner