Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden skrifar undir nýjan samning við Man City (Staðfest)
Mynd: EPA

Phil Foden leikmaður Manchester City hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2027.


Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur fest sig í sessi í byrjunarliði City en hann hefur leikið alla leiki á tímabilinu til þessa. Hann hefur skorað í þremur síðustu leikjum, m.a. þrennu gegn erkifjendunum í Manchester United.

Hann hefur verið valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil.

„Það er erfitt að koma því í orð hversu ánægður ég er að hafa skrifað undir þennan samning. Draumur orðinn að veruleika," sagði Foden.

„Okkur finnst að hann geti orðið enn betri en hann er í dag. Með því að skrifa undir þennan samning getur hann einbeitt sér algjörlega að því að verða einn besti leikmaður í heimi sem við teljum að hann geti orðið," sagði Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá City.

Foden verður væntanlega á sínum stað þegar City heimsækir Liverpool í stórleik helgarinnar á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner