Nígeríski markvörðurinn Francis Uzoho átti sannkallaðan stórleik í gær. Hann var frábær í markinu hjá Omonia frá Kýpur gegn Manchester United í Evrópudeildinni.
Uzoho hélt Omonia inn í leiknum lengst af en Scott McTominay gerði sigurmarkið í uppbótartímanum.
Uzoho er mikill stuðningsmaður Man Utd en hann talaði um það eftir leik að draumur hefði verið að rætast hjá sér.
Það er áhugavert að skoða gömul tíst hjá markverðinum en á þeim er það greinilegt hversu harður stuðningsmaður United hann er. Hér fyrir neðan má sjá brot af þessum tístum en þar kvartar hann meðal annars yfir óförum United síðustu árin.
Þess má geta að Uzoho spilaði með Nígeríu gegn Íslandi á HM í Rússlandi árið 2018.
Omonia Nicosia’s back-up goalkeeper Francis Uzoho dropping a Man of the Match performance at Old Trafford with a tweet history like this is iconic pic.twitter.com/yiLlXcSi2w
— Jack Kenmare (@jackkenmare_) October 13, 2022
Athugasemdir