Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 14. október 2022 12:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
KR sagt hafa rift samningi við Kjartan Henry - „Kalt er það Klara!"
Allt bendir til þess að Kjartan verði ekki áfram leikmaður KR.
Allt bendir til þess að Kjartan verði ekki áfram leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Twitter færsla Kjartans Henry Finnbogasonar, sóknarmanns KR, sem hann setti inn í dag hefur vakið athygli. Þar birtir hann myndskeið úr grínþættinum Steypustöðinni þar sem Hörður Magnússon segir „Úff, Kalt er það Klara! Gefur kallinum fokk-merki.“

Kjartan Henry vildi ekkert tjá sig þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í morgun í von um að fá nánari skýringar á færslunni.

Kjartan, sem er 36 ára og uppalinn KR-ingur, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð.

Samkvæmt heimildum Vísis var uppsagnarákvæði í samningi Kjartans en samningurinn var til 2023. KR hafi ákveðið að nýta sér ákvæðið en ræða hinsvegar við framherjann um að endursemja.

Vísir segir viðræður um nýjan samning hafa siglt í strand en Páll Kristjánsson, formaður KR, vildi ekki tjá sig við miðilinn um stöðu mála. Allt bendir þó til þess að Kjartan verði ekki áfram leikmaður KR.



Í lok ágúst fór Kjartan í viðtal við Fótbolta.net og ræddi um lítinn spiltíma sinn hjá KR.

Sjá einnig:
Kjartan Henry ósáttur: Er að springa mig langar svo að hjálpa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner