Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi hræddur um að Dybala og Di Maria missi af HM
Paolo Dybala
Paolo Dybala
Mynd: EPA

Lionel Messi leikmaður PSG og argentíska landsliðsins er hræddur um að landar sínir, Angel Di Maria og Paolo Dybala missi af HM.


„Þetta er áhyggjuefni því þetta er öðruvísi HM, maður spilar á öðrum tíma og það styttist í þetta svo það má ekki mikið bregða af svo þú missir af mótinu. Ég vona að þeir nái báðir að jafna sig, þeir hafa nægan tíma og vonandi komumst við allir þangað heilir heilsu," sagði Messi.

En Messi er hefur sjálfur misst af síðustu tveimur leikjum PSG vegna kálfameiðsla en hann verður klár í slaginn um helgina þegar PSG mætir Marseille.

Jose Mourinho stjóri Dybala hjá Roma sagði á dögunum að hann væri hræddur um að leikmaðurinn myndi ekki spila meira á þessu ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner