„Virikilega mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni sem við ætlum okkur að vera í alveg til loka þannig að bara virkilega gaman að ná þremur stigum." Sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir 2-1 sigur liðsins á Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Stjarnan
Hallgrímur var ekki nógu ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik.
„Þetta var erfitt, mér fannst við ekki alveg nógu góðir í fyrri hálfleik sérstaklega en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þannig að við vissum að þeir yrðu erfiðir og þetta var bara erfiður leikur, mjög jafn en við enduðum fyrir ofan."
KA er í hörku toppbaráttu og á Breiðablik næst, Hallgrímur er spenntur fyrir framhaldinu.
„Stærstu leikirnir eru yfirleitt skemmtilegustu leikirnir, við eigum Blika núna tvisvar í röð, við þurfum að ná flestum stigum úr þeim tveim leikjum til að helst að komast uppfyrir þá."
Við erum í þessu til að berjast um titilinn og komnir í þá eftir 16 leiki. Við erum ekki að fara detta úr henni núna, við ætlum að fara alla leið. Við gerðum okkur markmið að vera berjast um evrópusæti, þar að leiðandi erum við sennilega í baráttu um titilinn og við ætlum að vera þar þangað til mótið verður flautað af."
Athugasemdir