Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 16:06
Aksentije Milisic
England: Sá hetja Wolves - Mitrovic skoraði í jafnteflisleik hjá nýliðunum
Hetja Wolves í dag.
Hetja Wolves í dag.
Mynd: EPA

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag gerðu Leicester City og Crystal Palace markalaust jafntefli.


Á Craven Cottage var nýliðaslagur en þar mættust Fulham og Bournemouth en bæði lið hafa farið vel af stað á þessari leiktíð.

Dominic Solanke kom gestunum yfir strax á annari mínútu eftir flott spil. Varnarmaðurinn Issa Diop jafnaði með skalla eftir hornspyrnu tuttugu mínútum seinna en Jefferson Lerma kom Bournemouth aftur í forystu með góðu skoti eftir um hálftíma leik.

Serbinn Aleksandar Mitrovic var mættur aftur í slaginn eftir meiðsli og fiskaði hann vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Tvö lið sem hafa verið í brasi, Wolves og Nottingham Forest, mættust í dag og unnu Úlfarnir gífurlega miklilvægan 1-0 sigur. Ruben Neves sneri til baka í lið Wolves í dag og skoraði hann eina markið af vítapunktinum.

Þegar rúmar tíu mínútu voru til leiksloka fékk Forest vítaspyrnu en Jose Sá varði frá Brennan Johnson og sá til þess að Wolves fer tímabundið hið minnsta upp úr fallsæti. 

Forest er í neðsta sæti deildarinnar og slæmt gengi liðsins heldur því áfram.

Fulham 2 - 2 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke ('2)
1-1 Issa Diop ('22)
1-2  Jefferson Lerma ('29)
2-2 Aleksandar Mitrovic - Víti ('52)

Wolves 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Ruben Neves - Víti ('56)
Misnotað víti: Brennan Johnson (Forest) ('79)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 9 8 12 34 40 -6 35
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Leicester 29 4 6 19 25 62 -37 18
19 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner