Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 14:50
Aksentije Milisic
Lampard svarar Richarlison sem sagði Everton vera metnaðarlaust
Mynd: EPA

Frank Lampard, stjóri Everton, svaraði Richarlison, fyrrverandi leikmanni liðsins, en hann sagði að sitt gamla félag væri metnaðarlaust og að það væri ekki nógu mikill ákafi í að ná árangri.


Tottenham og Everton mætast síðar í dag en Lampard var spurður út í þessi ummæli hjá Richarlison sem hann lét falla fyrr á tímabilinu.

„Ég elska Richy, Everton hefur eytt miklum pening síðustu fimm, sex, sjö ár. Það er hægt að mæla metnað á ýmsa vegu,” sagði Lampard.

„Saga klúbbsins, deildartitlarnir sem við höfum unnið, FA bikarinn, allir þessir hlutir koma inn í samtalið.”

„Ef þú ert að tala um hér og núna, þá er ég mjög metnaðargjarn. Ég væri ekki hérna ef ég væri það ekki. Ég er að reyna búa til lið. Það er auðvelt að sjá að Tottenham er í Meistaradeild Evrópu en ekki við, flóknara er það ekki.”

Richarlison var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Everton en hann skoraði 53 mörk í 152 leikjum fyrir félagið. Hann kom til Everton frá Watford árið 2018.


Athugasemdir
banner
banner
banner