Ejub Purisevic gæti tekið við Leikni R eftir tímabilið en orðrómur er í gangi í Breiðholtinu að hann sé maðurinn sem mun taka við af Sigurði Höskuldssyni eftir tímabilið.
Sigurður tilkynnti á dögunum að hann mun láta af störfum hjá Leikni þegar tímabilið klárast og eru nú þær sögusagnir í gangi að hinn reynslumikli Ejub tæki tekið við Leikni.
Ejub Purisevic lét af störfum hjá Stjörnunni eftir þriggja ára starf. Ejub starfaði við þjálfun yngri iðkenda hjá Garðabæjarfélaginu og var afreksþjálfari.
Hann var tímabundið aðstoðarþjálfari meistaraflokks Stjörnunnar en Ejub hætti með Víking Ólafsvík 2019 eftir 17 ár hjá félaginu þar sem hann gerði ótrúlega hluti eins og flestum er kunnugt.
Athugasemdir