Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 13:44
Aksentije Milisic
Segja að Ten Hag geti einungis treyst á fimm leikmenn hjá Man Utd

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, getur einungis treyst á fimm leikmenn í sínum leikmannahóp, segja þeir Paul Scholes og Owen Hargreaves.


Hollendingurinn var ráðinn stjóri liðsins í sumar en hann hefur farið nokkuð vel af stað með liðið eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur leikjunum. Í vikunni lenti liðið í brasi í Evrópudeildinni en þar harkaði Man Utd inn sigur gegn Omonia á heimavelli í uppbótartíma.

„Luke Shaw kom inn í liðið gegn Everton, Victor Lindelof og Casemiro. Stjórinn er enn að reyna finna liðið sitt,” sagði Hargreaves.

„Hann er ekki ennþá viss hvað sé hans besta lið. Hann hefur ekki verið fullkomlega sáttur við frammistöðurnar hjá liðinu,” bætti Scholes við.

„Hann er vissulega að vinna leiki en hann er ekki alveg kominn með það sem hann vill fá frá liðinu.”

Þeir félagar nefna þá David De Gea, Diogo Dalot, Lisandro Martinez, Christian Eriksen og Bruno Fernandes sem þá leikmenn sem Ten Hag geti virkilega treyst á.

United hóf tímabilið á tveimur tapleikjum en nú hefur liðið unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner