Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   lau 15. október 2022 12:00
Aksentije Milisic
Toney hugsar um ströndina og kokteil þegar hann tekur vítaspyrnur

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, skoraði tvö mörk í gær þegar liðið vann góðan heimasigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni.


Síðara mark Toney kom af vítapunktinum en hann er einkar örugg vítaskytta. Hann hefur tekið tuttugu vítaspyrnur fyrir Brentford og skoraði úr hverri einustu. Magnaður árangur.

Toney var spurður af Gary Neville á SkySports í gær, hvernig hann undirbýr sig fyrir vítaspyrnu.

„Menn reyna að taka mig á taugum en ég spái ekkert í því. Ég veit ekki einu sinni hvert ég er að fara skjóta fyrr en kem við boltann,” sagði Toney.

„Áður en ég tek spyrnuna labba ég bara í burtu og hugsa um aðra hluti. Ég fer að hugsa um ströndina og kokteil,” sagði Toney við Neville og Jamie Carragher en þeir tóku mjög vel í þetta svar.

„Hann er besta vítaskytta í heimi!” sagði síðan Thomas Frank, stjóri Brentford, um sóknarmann sinn eftir leikinn í gærkvöldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner