Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 14:27
Aksentije Milisic
Vidal horfði á jarðarför föður síns á Instagram svo hann gæti spilað úrslitaleik bikarsins

Fyrrverandi leikmaður Barcelona, Bayern Munchen og Inter Milan, Arturo Vidal, horfði á jarðarför föður síns í beinni á Instagram svo hann gæti tekið þátt í úrslitaleik brasilíska bikarsins.


Þessi miðjumaður frá Chile, sem spilaði á m.a. með Juventus, Bayer Leverkusen, Bayern Munchen, Inter Milan og Barcelona, fór til Flamengo í júlí mánuði eftir að hann yfirgaf Inter.

Vidal sagði klúbbnum sínum að hann myndi ekki fara heim til Santiago, heimabæ síns, til þess að votta föður sínum virðingu sína og vera viðstaddur jarðarförina. Faðir hans, Erasmo, lést 61 árs gamall en hann fékk hjartaáfall.

Systir Vidal, Ambar, sýndi frá jarðarförinni í beinni á Instagram og sást Vidal tárast er hann horfði á. Stuðningsmenn komu og hugguðu leikmanninn.

Vidal kom inn á í leiknum á 65. mínútu en þetta var fyrri leikurinn gegn Corinthians í úrslitarimmu bikarsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.


Athugasemdir
banner