„Það var skrýtið að spila þennan leik en við komumst vel frá honum og hefðum kannski getað unnið aðeins stærra. En á endanum héldum við hreinu og skoruðum eitt þannig við erum í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, í samtali við Fótbolta.net. Hann ásamt liðsfélögum sínum lögðu KR-inga 0-1 í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar á Alvogen vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Rosenborg
„Já, sanngjarn sigur. Við hefðum getað skorað fleiri og vítið var púra víti frá mínu sjónarhorni. Við vitum hvað þeir [KR-ingarnir] geta, við sáum það á teipi oft. Það var alveg klárt að það væru gæði þarna inni og við vorum full undirbúnir undir það. Það var ekkert vanmat í gangi.“
„Það var gaman að spila með Hólmberti. Hann er mjög öflugur leikmaður og ég er bara sáttur að hann hafi ekki spilað allan leikinn.“
„Mér fannst við öflugir. Við vorum solid en hefðum getað spilað okkur betur út úr pressunni sem við vorum undir í lok leiksins en annars var þetta bara nokkuð solid útileikur hjá okkur.“
Athugasemdir