Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Everton gengur illa að semja við Gordon - Dyche bíður eftir tilboði
Powerade
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: EPA
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA

Slúðrið er komið í hús. Tekið saman af BBC.



Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice, 23, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við West Ham þrátt fyrir að félagið hafi boðið honum átta ára samning og 200 þúsund pund á viku. (Football Insider)

PSG hefur áhuga á William Saliba, 21, leikmanni Arsenal og franska landsliðsins. (CBS Sport)

Newcastle er að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir Bruno Guimaraes, 24. Félagið er tilbúið að bjóða honum 200 þúsund pund á viku en það er stærsti samningur í sögu félagsins. (Football Insider)

Atletico Madrid ætlar að berjast við Chelsea um Leandro Trossard framherja Brighton og belgíska landsliðsins en þessi 27 ára gamli leikmaður er að renna út af samningi næsta sumar. (Sunday Mirror)

Chelsea hefur áhuga á Stanislav Lobotka, 27, miðjumanni Napoli. (Calciomercato)

Samningsviðræður Everton við Anthony Gordon, 21, hafa staðnað en leikmaðurinn hefur beðið um 100 þúsund pund á viku. (Sun)

Erik ten Hag stjóri Manchester United sendi njósnara til að fylgjast með Rafael Leao hjá AC Milan spila gegn Chelsea á þriðjudaginn. Chelsea og Manchester City eru einnig að fylgjast með þessum 23 ára gamla leikmanni en hann er metinn á í kringum 60 milljónir punda. (Mirror)

Liverpool hefur sent njósnara til að fylgjast með Christopher Nkunku, 24, leikmanni RB Leipzig en Chelsea hefur einnig áhuga á honum. (Sun)

Liverpool hefur einnig blandað sér í kapphlaupið um Frenkie de Jong, 25, miðjumann Barcelona og hollenska landsliðsins. (Sport)

De Jong segir að Barcelona hafi sett pressu á sig að yfirgefa félagið en Manchester United reyndi að næla í hann í sumar. (Ziggo Sport)

Manchester United og PSG hafa spurst fyrir um Lautaro Martinez, 25, framherja Inter Milan og argentíska landsliðsins. (Gazzetta dello Sport)

Steven Gerrard segir Aston Villa að festa kaup á Bertrand Traore í janúar en þessi 27 ára gamli landsliðsmaður Burkina Faso er á láni frá Istanbul Basaksehir. (Football Insider)

Brentford ætlar í samkeppni við Tottenham um enska vinstri bakvörðinn Dennis Cirkin, 20, leikmann Sunderland. (Sun)

Sean Dyche segir Ian Woan, fyrrum aðstoðarþjálfara hans að fylgjast með úrvalsdeildarfélögum sem gætu fljótlega verið í leit af nýjum stjóra eins og Nottingham Forest og Leicester. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner