Gríska liðið Panathinaikos er heldur betur á flugi í byrjun deildarinnar en liðið vann áttunda leikinn sinn í röð er liðið lagði Lamia að velli, 2-0.
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon var í miðri vörn hjá liðinu og hefur hann og lið hans nú haldið hreinu í sex af fyrstu átta leikjunum.
Þetta var hans fjórði leikur á tímabilinu en hann meiddist í fyrsta leiknum og var ekki með í næstu fjórum leikjum áður en hann snéri aftur í liðið.
Panathinaikos er á toppnum með 24 stig og fullt hús stiga eftir átta leiki.
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Atromitos sem tapaði fyrir AEK, 1-0. Viðar fór af velli á 70. mínútu og þá kom Samúel Kári Friðjónsson við sögu níu mínútum síðar. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig.
Guðmundur Þórarinsson kom ekki við sögu er OFI Crete gerði 2-2 jafntefli við PAS Giannina. OFI er í 11. sæti með 5 stig.
Athugasemdir