Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að áhorfendur reyndu að kasta hlutum í hann á hliðarlínunni í 1-0 tapinu gegn Liverpool á Anfield.
Andrúmsloftið á Anfield var spennuþrungið og þegar Phil Foden kom boltanum í netið í byrjun síðari hálfleiks fagnaði liðið ákaflega, en markið var síðar dæmt af þar sem Erling Braut Haaland var dæmdur brotlegur í aðdragandanum.
Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool þegar fimmtán mínútur voru eftir og fór Liverpool með góðan sigur af hólmi.
„Þetta er Anfield og í hvert sinn sem þú kemur hingað svona undanfarið þá er þetta áfram Anfield."
„Við spiluðum góðan leik en þetta er líkur þar sem litlu atriðin skipta máli og það er refsað fyrir mistök. Við gerðum mistök og getum ekki fengið á okkur og því töpuðum við leiknum."
„Við spiluðum til að vinna Liverpool í dag, það gerðum við svo sannarlega. Eftir að staðan varð 1-0 þá öskruðu áhorfendur en við öskruðum meira á vellinum."
Guardiola var ósáttur við markið sem var dæmt af liðinu en Phil Foden skoraði snemma í síðari hálfleik. Kevin de Bruyne sparkaði boltanum út höndunum á Alisson áður en Foden skoraði, en Anthony Taylor, dómari leiksins, skoðaði atvikið betur með hjálp VAR og ákvað að dæma markið af vegna brots frá Haaland á Fabinho í aðdragandanum.
„Dómarinn sagði bara áfram með leikinn og áfram með leikinn, það vor svona þúsund milljón brot eins og þetta og það var bara dæmt á þetta því það var mark. Þannig þeir dæmdu markið af, annars hefði það staðið. Við töpuðum samt af því við gerðum mistök, en þetta er samt Anfield."
Það bárust fréttir af því að stuðningsmenn Liverpool hafi kastað peningum í átt að Guardiola á hliðarlínunni og staðfesti hann það við blaðamann.
„Áhorfendurnir reyndu að kasta hlutum en þeir hittu mig ekki. Þeir gera kannski betur næst," sagði hann í lokin.
Athugasemdir