Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Molde meistari í fimmta sinn - Alfons spilaði í stórsigri
Björn Bergmann er meistari með Molde, þó hann hafi að vísu ekkert komið við sögu vegna meiðsla
Björn Bergmann er meistari með Molde, þó hann hafi að vísu ekkert komið við sögu vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons spilaði í 6-0 sigri á Vålerenga
Alfons spilaði í 6-0 sigri á Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í Molde eru norskir meistarar eftir að hafa unnið Lilleström, 1-0, í 26. umferð deildarinnar í dag.

Björn Bergmann, sem hefur verið að glíma við meiðsli allt tímabilið, hefur ekki komið við sögu í einum leik hjá liðinu. Hann er samningsbundinn Molde út þetta ár en ekki er ljóst hvað tekur við hjá honum eftir það.

Lið hans vann Lilleström 1-0 í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á bekknum hjá Lilleström, en Molde er nú með 66 stig, fimmtán stigum meira en Bodö/Glimt sem vann 6-0 stórsigur á Vålerenga í dag.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í vörn Bodö/Glimt en Brynjar Ingi Bjarnason var allan tímann á bekknum hjá Vålerenga. Bodö og Rosenborg eru í góðum málum til að komast í Sambandsdeildina á næsta tímabili en Bodö er með 51 stig á meðan Rosenborg er í 3. sæti með 50 stig. Lilleström kemur næst með 47 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í rammanum hjá Viking sem tapaði fyrir Sarpsborg, 1-0. Þá sat Brynjólfur Andersen Willumsson allan tímann á bekknum er Kristiansund tapaði fyrir Haugesund, 1-0.

Kristiansund er í næst neðsta sæti með 18 stig þegar fjórar umferðir eru eftir en Sandefjord er í umspilssætinu fyrir ofan þá með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner