Christian Eriksen er veikur og er því ekki með Manchester United sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta staðfesti Erik ten Hag stjóri liðsins.
Eriksen kom sterkur inn í liðið í upphafi tímabils en hann hefur byrjað 11 leiki og komið einu sinni inn á sem varamaður.
Marcus Rashford er að jafna sig af veikindum og er ekki klár í að byrja í dag en er á bekknum.
Þá tekur Scott McTominay út leikbann en hann var hetja liðsins í sigrinum gegn Omonia í Evrópudeildinni í vikunni.
Athugasemdir