Það er risa leikur í spænsku deildinni í dag þegar Barcelona og Real Madrid mætast í El Clasico.
Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum og er því mikið undir. Rodrygo leikmaður Real Madrid segir að þetta sé algjör sex stiga leikur.
„Þeir eru okkar helstu erkifjendur í deildinni, við vitum að við erum að fara berjast við þá um titilinn. Þetta verður erfitt því Barca er að spila mjög vel, miklu betur en síðustu ár, þeir hafa bætt sig helling," sagði Rodrygo.
Real Madrid vill vinna alla titla segir Rodrygo.
„Við verðum aldrei þreyttir á því að vinna. Ef þú fylgist með æfingunum hérna myndir þú skilja fyrir hvað við stöndum," sagði Rodrygo.
Athugasemdir