Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, fékk rauða spjaldið á 85. mínútu í 1-0 sigrinum á Manchester City á Anfield, en skapið fór með hann í gönur eftir baráttu milli Bernardo Silva og Mohamed Salah.
Bernardo fór harkalega í Salah á kantinum og dæmdi Anthony Taylor, dómari leiksins, ekkert.
Klopp brást illa við og hljóp eftir hliðarlínunni og lét aðstoðardómarann heyra það.
Hann uppskar rauða spjaldið fyrir það og sendur af hliðarlínunni en Bernardo og Salah héldu áfram að kljást á vellinum. Bernardo var augljóslega ekki í skapi til að rökræða við egypska sóknarmanninn en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Alvöru hiti á Anfield!
Sjáðu rauða spjaldið hjá Klopp
Athugasemdir