Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini sér spaugilegu hliðina á drættinum - „Grunnmarkmiðið að fara upp úr riðlinum"
Icelandair
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dregið var í riðlakeppni EM kvenna 2025 í kvöld en þar er Ísland á meðal þátttökuþjóða.

Mótið fer fram í Sviss frá 2. júlí til 27. júlí. Ísland er með gestgjöfunum ásamt norðurlandaþjóðunum Noregi og Finnlandi í riðli. KSÍ birti viðtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara Íslands, þar sem hann ræddi um riðilinn.

„Spaugilega hliðin á þessu er að við erum bæði með Noregi og Sviss í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst í febrúar. VIð komum til með að spila við tvisvar við þær þjóðir áður en við mætum þeim í lokakeppninni, það er öðruvísi en maður bjóst við," sagði Steini.

„Ég held að þetta skipti ekki höfuðmáli. Þetta er annað fyrirkomulag, bara einn leikur í lokakeppninni. Það er ekki verið að spila á heimavelli og útivelli þannig það er ekkert stórmál í þessu samhengi."

Markmiðið er að fara upp úr riðlinum.

„Við stefnum örugglega að því að vera í tveimur af efstu sætunum. Það er grunnmarkmiðið sem við stefnum að og ætlum okkur að ná," sagði Steini að lokum.


Athugasemdir
banner
banner