Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráða Lee Cattermole til bráðabirgða
Lee Cattermole.
Lee Cattermole.
Mynd: Getty Images
Lee Cattermole var á sínum tíma grjótharður miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni; líklega er hann þekktastur fyrir tíma sinn hjá Sunderland.

Cattermole er í dag orðinn þjálfari en hann hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri Bristol Rovers í ensku C-deildinni.

Cattermole lagði skóna á hilluna 2020 og hóf þá að þjálfa. Hann byrjaði að þjálfa hjá Middlesbrough en var nýverið ráðinn inn í þjálfarateymi Bristol Rovers.

Það eru bara nokkrir dagar síðan hann var ráðinn í þjálfarateymi Rovers en núna er hann tekinn við liðinu til bráðabirgða þar sem þjálfarinn, Matt Taylor, var rekinn í gærkvöldi.

Bristol Rovers er rétt fyrir ofan fallsvæðið en það er spurning hvort Cattermole geti sannað sig og fengið starfið til frambúðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner