Bournemouth mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Byrjunarliðin eru komin inn.
Marcus Tavernier er meiddur en Dango Ouattara kemur inn í lið Bournemouth í hans stað frá sigri gegn Ipswich í síðustu umferð.
Julen Lopetegui gerir tvær breytingar á liði West Ham sem vann Wolves í síðustu umferð. Vladimir Coufal og Lucas Paqueta koma inn í liðið fyrir Emerson, sem er í banni, og Crysencio Summerville. Paqueta hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum.
Jean-Clair Todibo er ekki í leikmannahópnum en talið er að hann sé í agabanni eftir að hafa rifist við Julen Lopetegui þegar liðið steinlá gegn Arsenal í síðasta mánuði.
Bournemouth: Kepa, Smith, Zabarnyi, Huijsen, Kerkez, Christie, Cook, Ouattara, Kluivert, Semenyo, Evanilson.
West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Coufal, Alvarez, Soler, Soucek, Paqueta, Bowen, Kudus.
Athugasemdir