Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
banner
   mán 16. desember 2024 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mun klárlega horfa aftur á markið mitt á Youtube"
Enes Unal
Enes Unal
Mynd: Getty Images
Enes Unal bjargaði stigi fyrir Bournemouth þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma gegn West Ham í kvöld.

Bournemouth var með mikla yfirburði í seinni hálfleik en West Ham komst yfir þegar Lucas Paqueta skoraði úr vítaspyrnu. Unal jafnaði metin þremur mínútum síðar.

Unal kom inn á sem varamaður en þetta var í áttunda sinn sem varamaður skorar fyrir Bournemouth á tímabilinu.

Hann var mjög skiljanlega mjög ánægður með markið.

„Þetta færi var fullkomið fyrir mig og ég ímyndaði mér hvernig þetta myndi fara. Ég mun klárlega horfa aftur á það á Youtube," sagði Unal.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner