Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mán 16. desember 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Inter valtaði yfir Lazio - Glæsilegt mark hjá Barella
Nicolo Barella
Nicolo Barella
Mynd: EPA
Lazio 0 - 6 Inter
0-1 Hakan Calhanoglu ('41 , víti)
0-2 Federico Dimarco ('45 )
0-3 Nicolo Barella ('51 )
0-4 Denzel Dumfries ('53 )
0-5 Carlos Augusto ('77 )
0-6 Marcus Thuram ('90 )

Inter valtaði yfir Lazio í toppbaráttuslag í ítölsku deildinni í kvöld. Með sigrinum er Inter aðeins þremur stigum á eftir toppliði Atalanta og á leik til góða.

Nicolo Barella kom Inter í 3-0 snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn. Það fór langt með að tryggja sigurinn en liðið átti eftir að bæta við þremur mörkum til viðbótar áður en flautað var til leiksloka.

Marcus Thuram negldi síðasta naglann í kistu Lazio en hann er næst markahæstur í deildinni með ellefu mörk á eftir Mateo Retegui framherja Atalanta sem hefur skorað einu marki meira.

Þremur stigum munar á Inter og Lazio sem situr í 5. sæti.

Sjáðu glæsimark Barella
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 63 26 +37 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 25 +20 52
5 Lazio 28 15 6 7 50 36 +14 51
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 28 11 7 10 35 38 -3 40
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner