Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
banner
   mán 16. desember 2024 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Dortmund hneig niður í göngunum
Mynd: EPA
Julian Ryerson, leikmaður Dortmund, hneig niður í leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni og var farið með hann upp á sjúkrahús.

Ryerson var í byrjunarliðinu en BILD greinir frá því að ástæðan fyrir því að hann hafi verið tekinn af velli í hálfleik hafi verið sú að hann hneig niður í göngunum.

Óvíst er hvað olli þessu en hann er í hjarta- og taugarannsóknum á spítala.

Dortmund á eftir að spila einn leik á árinu, gegn Wolfsburg á sunnudaginn, og er því ansi líklegt að Ryerson hafi spilað sinn síðasta leik á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner