Karitas Tómasdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik og er miðjumaðurinn nú samningsbundin út næsta tímabil.
Karitas á alls að aki104 leiki með Blikum og í þeim hefur hún skorað 25 mörk. Hún hóf meistaraflokksferilinn hjá Selfossi en lék með yngri flokkum KFR og ÍBV. Hún skipti svo yfir í Breiðablik eftir tímabilið 2020. Hún missti af stórum hluta tímabilsins 2023 vegna meiðsla.
Þá á hún einnig 9 A-landsleiki, ásamt því að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands.
Karitas á alls að aki104 leiki með Blikum og í þeim hefur hún skorað 25 mörk. Hún hóf meistaraflokksferilinn hjá Selfossi en lék með yngri flokkum KFR og ÍBV. Hún skipti svo yfir í Breiðablik eftir tímabilið 2020. Hún missti af stórum hluta tímabilsins 2023 vegna meiðsla.
Þá á hún einnig 9 A-landsleiki, ásamt því að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands.
„Karitas spilaði stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar, en hún skoraði alls 6 mörk í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Frábærar fréttir að Karitas taki slaginn áfram með okkur," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Komnar
Helga Rut Einarsdóttir frá Grindavík
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir frá Fram (var á láni)
Kristín Magdalena Barboza frá FHL (var á láni)
Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá HK (var á láni)
Farnar
Ásta Eir Árnadóttir hætt
Margrét Lea Gísladóttir í Stjörnuna
Samningslausar
Telma Ívarsdóttir (1999)
Kristín Dís Árnadóttir (1999)
Aníta Dögg Guðmundsdóttir (2000)
Athugasemdir