Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neuer verður hjá Bayern til fertugs
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer, markvörður Bayern, hefur spilað sinn síðata leik á þessu ári þar sem hann braut rifbein á dögunum en það gerðist þegar hann fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum gegn Leverkusen í þýska bikarnum.

Neuer er orðinn 38 ára gamall en hann hefur verið í markinu hjá Bayern frá 2011 þegar hann gekk til liðs við félagið á dögunum.

Núgildandi samningur hans við félagið rennur út næsta sumar en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að hann muni fá nýjan samning.

Hann mun framlengja samning sinn um eitt ár til viðbótar. Hann hefur spilað 540 leiki fyrir félagið og unni þýsku deildina ellefu sinnum, bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina tvisvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner