Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lopetegui: Fyrsta skrefið í áttina að verða sterkara og betra lið
Mynd: EPA
West Ham gerði jafntefli gegn Bournemouth í úrvalsdeildinni í kvöld. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Bournemouth var með yfirhöndina lengst af í seinni hálfleik.

West Ham komst hins vegar yfir undir lok leiksins með marki úr vítaspyrnu en Enes Unal jafnaði metin með marki úr aukaspyrnu.

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, hefur verið undir mikilli pressu undanfarið en hann var ánægður með stigið.

„Við vorum mjög nálægt því að vinna gegn mjög góðu liði. Þess vegna er ekki langt í svekkelsið að tapa þessum tveimur stigum. Það eru líka jákvæðir hlutir þarna," sagði Lopetegui.

„Við áttum skilið sigurinn gegn Leicester. Við gerðum líka vel í dag. Ég við aðallega nefna hegðun hópsins, allir vildi leggja hart að sér til að gera sitt besta fyrir liðið. Það er fyrsta skrefið í áttina að verða sterkara og betra lið. Við munum halda í þetta jákvæða hugarfar."
Athugasemdir
banner
banner
banner