Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Við fengum ekki víti fyrir svipað"
Ryan Christie
Ryan Christie
Mynd: EPA
Ryan Christie, leikmaður Bournemouth, var svekktur eftir jafntefli liðsins gegn West Ham í kvöld.

Bournemouth var með mikla yfirburði lengst af í seinni hálfleik en Lukasz Fabianski í marki West Ham átti stórleik. Lucas Paqueta skoraði úr vítaspyrnu áður en Enes Unal jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu.

Christie var ósáttur með að liðið hafi fengið á sig vítið.

„Mér fannst þetta harður dómur. Ég veit að hann er hátt með hendina en hann er svo nálægt boltanum. Við fengum ekki víti fyrir svipað gegn Ipswich í síðustu viku," sagði Christie.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner