Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað er málið með Endrick?
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Það hefur komið á óvart hversu lítið Endrick hefur spilað fyrir Real Madrid á tímabilinu.

Endrick hefur aðeins komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk. Þessi 18 ára gamli Brasilíumaður gekk til liðs við félagið frá Palmeiras í sumar en hann þykir gríðarlega efnilegur.

Samkvæmt The Athletic hefur það komið fólki innan Real Madrid á óvart hversu lítið Endrick hefur spilað.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur lítið viljað tjá sig um stöðu Endrick en samkvæmt heimildarmanni Athletic er Endrick að æfa vel en honum hefur ekki tekist að læra nægilega vel um taktískar áherslur Madrídarstórveldisins.

„Þeir sem eru nánir leikmanninum eru sannfærð um að tími hans muni koma," segir í grein Athletic:

Endrick er aðeins 18 ára en það eru gerðar gríðarlegar væntingar til hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner