Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum danska bikarsins fór fram í dag þar sem Álaborg fékk Silkeborg í heimsókn.
Þetta var seinni leikurinn í tveggja leikja einvígi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Silkeborg fór með 2-1 sigur af hólmi í kvöld og vann því samanlagt 4-3 og er komið áfram í undanúrslit.
Nóel Atli Arnórsson er leikmaður Álaborgar en hann er meiddur og var því ekki með í kvöld.
FC Kaupmannahöfn er eina Íslendingaliðið sem er komið í undanúrslit. Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður liðsins. Ásamt Silkeborg og FCK eru Viborg og Bröndby einnig komin áfram.
Athugasemdir