Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henry opinn fyrir því að taka við félagsliði - „Öllum sama um fjölskylduna"
Mynd: EPA
Thierry Henry er opinn fyrir því að stýra félagsliði á ný en hann stýrði franska landsliðinu til úrslita á Ólympíuleikunum í sumar þar sem liðið tapaði gegn Spáni.

Henry lagði skóna á hilluna árið 2014 og var þjálfari í akademíu Arsenal og síðar aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann hefur þjálfað Mónakó og Montreal í félagsliðaboltanum.

„Það er ekki vandamál fyrir mig að reyna fyrir mér hjá félagsliði, það verður bara að vera rétti staðurinn, ég þarf bara að meta stöðuna," sagði Henry í Monday Night Football á Sky í kvöld.

„Pep (Guardiola) hefur átt erfitt ár, fólk pælir ekki í því hvað þetta er erfitt fyrir fjölskylduna og krakkana þína. Svo verður þú reekinn og ferð heim og fólki er alveg sama hvað verður um þig og fjölskylduna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner