Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yamal kjörinn Gulldrengur Evrópu - Yildiz valinn af stuðningsmönnum
Mynd: EPA
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, var valinn Gulldrengur Evrópu ársins 2024 á dögunum. Verðlaunin hlýtur sá leikmaður ár hvert sem er undir 21 árs aldri og talinn besti ungi leikmaður álfunnar.

Ítalski blaðið Tuttosport heldur utan um athöfnina en fulltrúar fjölmiðla víðsvegar um heim kjósa um sigurvegara.

Þessi 17 ára gamli sóknarmaður hefur átt frábært ár en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í sumar og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.

Hann hefur verið mikilvægur fyrir Barcelona sem byrjaði tímabilið vel en hann hefur verið í meiðslavandræðum undanfarið og liðið ekki að spila eins vel án hans.

Kenan Yildiz, tyrkneskur sóknarmaður Juventus, var valinn af stuðningsmönnum sem kusu á netinu. Yildiz hefur leikið 43 leiki og skorað 5 mörk fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner