Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 17. júní 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frederik Schram í Val? - Freysi hrósaði honum í hástert
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Frederik Schram er sagður vera á leið til Vals. Þetta er samkvæmt heimildum 433.is.

Að sögn vefmiðilsins er Schram með fjögurra ára samning frá Val á borðinu.

Frederik, sem er 27 ára, er fæddur og uppalinn í Danmörku en hann á ættir að rekja til Íslands og hefur fimm A-landsleiki fyrir Ísland. Hann var í hópnum sem fór á HM í Rússlandi árið 2018.

Frederik var hluti af leikmannahópi Lyngby sem komst upp í dönsku úrvalsdeildina í síðasta mánuði. Hann átti að vera aðalmarkvörður liðsins en var óheppinn að meiðast rétt fyrir mót.

„Ég veit ekki hvort ég verði áfram hjá Lyngby. Ég er með eitt ár af samningi eftir. Við sjáum til,” sagði Frederik við Fótbolta.net á dögunum.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en hann tjáði sig um stöðu markvarðarins í samtali við Fótbolta.net fyrir stuttu. „Hann er frábær markmaður. Við erum með þrjá geggjaða markverði. Hann átti að byrja tímabilið en puttabrotnar fyrir fyrsta leik. Hann þarf að spila. Ef ég get ekki gefið honum mínúturnar, þá þarf hann að fara. Þetta er einn besti liðsfélagi sem þú getur fundið.”

Hollendingurinn Guy Smit er aðalmarkvörður Vals í augnablikinu. Frederik mun líklega taka stöðu hans ef hann kemur til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner