Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
   fös 17. júlí 2020 22:40
Baldvin Már Borgarsson
Brynjar Björn: Þurfum að rífa okkur í gang
Brynjar Björn þungur á brún.
Brynjar Björn þungur á brún.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK var ekki ánægður með 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni á Samsungvellinum fyrr í kvöld. HK er í örlitlu brasi í deildinni með aðeins einn sigurleik og þurfa að fara að snúa taflinu við.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 HK

„Ég er mjög fúll já, sérstaklega þar sem mér fannst leikurinn bara mjög jafn í fyrri hálfleik. Munurinn á liðunum var bara að Stjarnan kláraði færin sín betur en við, 1-1 hefði verið sanngjarnt inn í hálfleikinn.''

Annan leikinn í röð eru HK-ingar sprækir og hættulegir fyrir framan mark andstæðingsins en fara undir inn í hálfleikinn, hvar liggja vandamál HK?

„Við erum bara að leka of mikið af mörkum, það er ekki flóknara en það. Við erum búnir að tala um samvinnu varnar og markmanns og það er ekki að koma fram í leikjunum það sem við höfum rætt um.''

Brynjar Björn fær eina gula spjald leiksins, var hann ósáttur með dómgæsluna?

„Ég var ekki ósáttur með dómgæsluna sem slíka, það er bara þessi gamla góða lína sem er alltaf verið að reyna að halda, hún hefur bara ekki verið okkar megin þessa dagana og við verðum bara að bíta í það súra, vonandi lagast það eða jafnast út þegar tímabilið líður.''

HK hefur aðeins unnið einn leik af sjö, hvað þurfa HK-ingar að gera til að snúa við taflinu?

„Við þurfum að fara að gera betur, það er klárt. Við erum á svipuðum slóðum og í fyrra en það þýðir lítið að tala um það, það er nýtt tímabil og við þurfum að fara að rífa okkur í gang, það er ljóst.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Brynjar nánar um leikinn, vítið sem hann vildi fá og gagnrýni á varnarleik liðsins.
Athugasemdir
banner
banner