Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mán 17. júlí 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrðir að Ísak verði ekki með Stjörnunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson, meðlimur Þungavigtarinnar, fullyrðir á Twitter reikningi sínum í dag að Ísak Andri Sigurgeirsson, besti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu, verði ekki með liðinu í kvöld.

Stjarnan á heimaleik gegn Val í Bestu deildinni í kvöld og verður ekki með ef marka má tíst Kristjáns Óla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

Hann segir að Ísak sé á leið í læknisskoðun í Svíþjóð á morgun en hann er að ganga í raðir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni.

Ísak er nítján ára kantmaður sem hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ellefu leikjum í Bestu deildinni.

Kristján Óli hefur sagt í Þungavigtinni að Norrköping greiði 200 þúsund evrur fyrir Ísak auk bónusgreiðslna.

mánudagur 17. júlí
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner