Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn útileikmaður gert fleiri mistök sem kosta mörk en Mings
Mynd: EPA
Tyrone Mings gerði afdrífarík mistök í leik Aston Villa gegn Chelsea í gær.

Mings hitti boltann skelfilega þegar hann skallaði boltann inn á eigin vítateig í gær, boltinn fór í átt að marki Villa og Mason Mount komst til hans. Mount klikkaði ekki einn gegn Emiliano Martínez í marki Villa og skoraði.

Enginn útileikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur gert fleiri mistök sem leiða til marks andstæðinganna en Mings á síðustu fjórum tímabilum.

Frá því tímabilið 2019/20 hófst hefur Mings gert fimm mistök sem leiða beint til marks andstæðings.

Einungis Jordan Pickford og David de Gea hafa gert fleiri mistök sem leiða til marks en Mings.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner