Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   mán 17. október 2022 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Gylfa tjáir sig: Þetta er orðið að mannréttindabroti
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi á leik á EM kvenna í sumar.
Gylfi á leik á EM kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fyrsta sinn hefur aðili tengdur Gylfa Þór Sigurðssyni tjáð sig um hans mál. Faðir Gylfa, Sigurður Aðalsteinsson, ræddi við Vísi um son sinn sem hefur verið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Bretlandi í 15 mánuði.

Gylfi var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Málið er enn á borði lögreglunnar í Manchester og ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær niðurstaða fæst í málið.

Sigurður segir að Gylfi sæti enn farbanni á Englandi en rannsókn á málinu hefur lengi verið í gangi. Hann segist hafa reynt að fá hjálpa frá stjórnvöldum á Íslandi við að koma syni sínum til Íslands, en hann segir brotið á mannréttindum hans.

Fjölskylda Gylfa er flutt heim en hann er enn fastur á Bretlandseyjum þar sem hann lék síðast fótbolta með Everton. Í frétt Vísis er talað um það að ferli Gylfa sem fótboltamanns sé líklega lokið.

Sigurður segir að fjölskylda Gylfa hafi viljað flytja lögheimili hans til Íslands til að gera dómskerfinu ytra erfiðara fyrir að samþykkja farbann á honum, en það hefur síendurtekið gerst. Það hefur ekki gengið eftir að fá lögheimili hans fært til landsins þar sem hann þarf að mæta á staðinn til að framvísa skilríkum en getur það ekki þar sem hann er í farbanni.

Sigurður hefur reynt að sækja hjálp frá stjórnvöldum á Íslandi en ekki fengið þá hjálp sem hann hefur þurft. „Það er alltaf reynt að framlengja farbannið. Maðurinn var tekinn í yfirheyrslu. Síðan hefur ekkert gerst," segir Sigurður og bætir við: „Þetta er orðið að mannréttindabroti... Það er búið að taka af honum alla æru, eyðileggja mannorðið og ferilinn."

Annað hvort er hægt að ákæra hann ef hann hefur gert eitthvað misjafnt eða láta hann fara," segir Sigurður en hann vill meina að löngu væri búið að ákæra Gylfa ef hann hefði gert eitthvað af sér.

Gylfi er einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt en hann hefur ekki spilað með landsliðinu frá því rannsókn á málinu hófst. Sigurður segir að enginn frá KSÍ - hvorki formaður né þjálfari - hafi heyrt í Gylfa eða hans fjölskyldu frá því málið kom upp. Hann hafi reynt að hringja í Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, en engin svör fengið.

„Þetta eru þakkirnar. Hann fær ekkert," segir faðir Gylfa um KSÍ.

Lögreglan í Manchester er enn með málið til rannsóknar, 15 mínútum síðar. Ekkert hefur komið nánar í ljós í hverju rannsóknin felst - annað en að Gylfi sé grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær niðurstaða fæst í málið.

Gylfi er án félags eftir að samningur hans við Everton rann út í sumar. Hægt er að lesa grein Vísis í heild sinni hérna.

Sjá einnig:
Gauti hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í máli Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner