Mason Greenwood, fyrrum leikmaður Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi í meira en mánuð eftir að dómari í máli hans neitaði honum um tryggingafé.
Þetta kemur fram hjá Independent í Bretlandi.
Þetta kemur fram hjá Independent í Bretlandi.
Greenwood er ákærður fyrir fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson. Hún tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru á netið í janúar mánuði á þessu ári.
Hinn 21 árs gamli Greenwood mætti fyrir rétt í dag. Hann talaði aðeins til að staðfesta nafn sitt, fæðingardag og heimilisfang.
Samkvæmt frétt Independent þá verður málið næst tekið fyrir 21. nóvember en þangað til mun Greenwood sitja í gæsluvarðhaldi. Hann braut skilorð sitt um liðna helgi er hann hafði samband við þolanda sinn. Var hann þá handtekinn á nýjan leik og núna verður hann á bak við lás og slá í meira en mánuð eftir að hafa brotið tryggingarskilyrði.
Sjá einnig:
Greenwood búinn að breytast mikið - Mætti fyrir dóm í fyrsta sinn
Greenwood will stay in custody for at least five weeks, with his next court appearance due on November 21. [@JoshHalliday]
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 17, 2022
Athugasemdir