Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 20:49
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þórir Jóhann fékk síðustu mínúturnar í jafntefli
Mynd: EPA

Lecce 1 - 1 Fiorentina
1-0 Assan Ceesay ('43)
1-1 Christian Kouame ('48)
Rautt spjald: Antonino Gallo, Lecce ('95)


Þórir Jóhann Helgason fékk að spila síðustu mínúturnar í 1-1 jafntefli Lecce gegn Fiorentina í síðasta leik tíundu umferðar ítalska deildartímabilsins.

Lecce átti góðan fyrri hálfleik en Arthur Cabral virtist koma gestunum frá Flórens yfir gegn gangi leiksins. Markið var þó ekki dæmt gilt vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Lecce verðskuldaði að taka forystuna undir lok fyrri hálfleiks þegar Assan Ceesay skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Joan Gonzalez.

Christian Kouamé var snöggur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann skallaði þá fyrirgjöf frá Arthur Cabral í netið af miklum krafti. 

Fiorentina reyndi að ná inn sigurmarki en heimamenn í Lecce gerðu vel að halda út og krækja sér í dýrmætt stig gegn sterkum andstæðingum.

Þórir Jóhann og félagar í Lecce eru með 8 stig eftir 10 umferðir. Fiorentina er með 10 stig. 

Þórir hefur mikið verið að koma inn af bekknum en hann er 22 ára gamall og lék fyrir FH áður en hann skipti til Lecce.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner