Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pressa að myndast á Xavi - Með versta sigurhlutfall þjálfara frá 2001
Xavi.
Xavi.
Mynd: EPA
Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í gær er liðin mættust í El Clasico í La Liga á Spáni.

Real Madrid vann leikinn 3-1. Karim Benzema, Federico Valverde og Rodrygo gerðu mörk Real Madrid í leiknum.

Barcelona goðsögnin Xavi hefur núna stýrt Barcelona í 50 leikjum en hann tók við sem þjálfari Börsunga.

Það er athyglisvert að Xavi er bara með 56 prósent sigurhlutfall í keppnisleikjum hingað til, en það er lægsta sigurhlutfall hjá þjálfara Barcelona eftir slíkan leikjafjölda síðan 2001.

Það er komin pressa á Xavi en hann þarf að fara að skila titlum og betri árangri ef hann ætlar að halda starfinu.

Sjá einnig:
Barcelona þarf kraftaverk - Vandræðin munu aukast


Athugasemdir
banner
banner