Afar hæpið er að bakvörðurinn Reece James verði með enska landsliðinu á HM í Katar. Chelsea gaf það út á laugardag að hann yrði frá í átta vikur vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik gegn AC Milan.
James hefur sjálfur sagst ætla að vinna kapphlaupið við tímann og vill ekki útiloka það að hann geti verið með á HM.
James hefur sjálfur sagst ætla að vinna kapphlaupið við tímann og vill ekki útiloka það að hann geti verið með á HM.
Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur hinsvegar sagt að James þurfi að vera í hnéspelku næstu fjórar vikurnar.
„Þetta fer allt eftir því hvernig bataferlið mun ganga. Hann mun reyna allt sem hann getur til að verða klár en þarf að vera með spelku næstu fjórar vikurnar. Það hægir á öllu held ég," segir Potter.
Athugasemdir