Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Silkeborg í sex marka jafntefli - PAOK vann slaginn gegn Olympiakos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Trelleborg

Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn á hægri kanti Silkeborg sem gerði 3-3 jafntefli við Randers í efstu deild danska boltans í dag.


Stefán Teitur og félagar eru í fjórða sæti eftir jafnteflið fjöruga þar sem Silkeborg leiddi 3-1 í leikhlé en gestirnir komu til baka eftir leikhlé. Silkeborg er með 21 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum eftir toppliði Nordsjælland.

Sverrir Ingi Ingason var þá í byrjunarliði PAOK sem vann frækinn útisigur á Olympiakos í efstu deild í Grikklandi.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er PAOK vann 1-2. James Rodriguez gerði eina mark heimamanna í Olympiakos sem óðu í færum og voru óheppnir að skora ekki meira.

PAOK fer uppfyrir Olympiakos og í fjórða sæti grísku deildarinnar með þessum sigri. Þar er liðið með 15 stig eftir 8 umferðir, einu stigi meira en Olympiakos. 

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tróna á toppinum með fullt hús stiga, eða 24 stig.

Silkeborg 3 - 3 Randers
1-0 S. Jörgensen ('3)
1-1 D. Hoegh ('8)
2-1 B. Kopplin ('16, sjálfsmark)
3-1 S. Jörgensen ('42)
3-2 M. Egho ('65)
3-3 A. Kamara ('91)

Olympiakos 1 - 2 PAOK
0-1 Sokratis Papastathopoulos ('8, sjálfsmark)
1-1 James Rodriguez ('37)
1-2 Khaled Narey ('56)

Í Svíþjóð mættust Böðvar Böðvarsson og Valgeir Valgeirsson í B-deildinni og úr varð hörkuviðureign. Böðvar og félagar í Trelleborg stóðu uppi sem sigurvegarar eftir dramatískar lokamínútur gegn Örebro.

Trelleborg leiddi 1-0 og missti mann af velli á 90. mínútu en gestirnir úr Örebro jöfnuðu þremur mínútum síðar. Það sakaði ekki því Mouhammed-Ali Dhaini var mættur til að tryggja sigur heimamanna.

Trelleborg er fimm stigum frá þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir og vonir liðsins um að komast upp í efstu deild því ekki bjartar.

Trelleborg 2 - 1 Örebro

Að lokum töpuðu Skeid og Raufoss leikjum sínum í B-deild norska boltans. Skeid endar í þriðja neðsta sæti og á úrslitaleik framundan um sæti í deildinni. Skeid mætir þriðja besta liðinu úr C-deildinni í úrslitaleik um sæti í B-deild.

Hinn efnilegi Pálmi Rafn Arinbjörnsson var ónotaður varamaður í 3-0 tapi gegn Brann í dag. Pálmi Rafn er varamarkvörður hjá Skeid.

Arnar Thór Guðjónsson var ónotaður varamaður í 0-3 tapi Raufoss gegn KFUM Oslo. Raufoss siglir lygnan sjó um miðja deild.

Róbert Orri Þorkelsson var einnig ónotaður varamaður þegar CF Montreal vann gegn Orlando City í úrslitakeppni MLS deildarinnar í nótt. Montreal mætir annað hvort New York City eða Inter Miami í 8-liða úrslitum.

Brann 3 - 0 Skeid

Raufoss 0 - 3 KFUM Oslo

Montreal CF 2 - 0 Orlando City


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner