
„Komnir í næstu umferð, við verðum í pottinum,'' segir Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir þægilegan °-4 sigur gegn Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 4 ÍA
Er ekki gott að fá sigur eftir tapið gegn Stjörnunni?
„Já, bara aftur á hestinn og mikilvægt að við höldum í okkar gildi. Mjög gott að vinna í dag''
Er vont fyrir þína stöðu að Hinrik sé farinn til Noregs?
„Svona já og nei. Ég elskaði að spila með Hinrik, hann er frábær leikmaður og frábær gæji sem ég ber mikla virðingu fyrir. Auðvitað leiðinlegt að hann fór, en maður skilur það alveg og ég hvatti hann til þess að gera þetta,''
Hver eru markmið ykkar í bikarnum?
„Bara að vinna hann, ekkert svo flókið.'' segir Viktor í lokinn.
Athugasemdir